bannermynd.jpg
 

Reynslunni ríkari

Fyrirtækjaráðgjöf í ferðaþjónustu

 

Við aðstoðum og gefum ráð, meðal annars við undirbúning og rekstur hótela, veitingahúsa og ferðaþjónustufyrirtækja á öllum þroskastigum.

 

Við höfum allir starfað við ferðaþjónustu síðan um miðjan áttunda áratuginn, sérstaklega við rekstur hótela og ferðaskrifstofa. Samtals er starfsreynslan því um 80 ár. Við höfum unnið allt í kring um landið. Miðlað er af þessari reynslu með því að greina og veita ráðgjöf um hvernig best er að standa að bæði undirbúningi og rekstri hótela eða ferðaþjónustufyrirtækja. Við erum óragir við að kalla til sérfræðinga úr tengslanetinu okkar þegar sérþekkingu okkar þrýtur.

 

olafur.jpg

Ólafur Örn Ólafsson 

•  Framreiðslumeistari að mennt og hefur verið dómari í sveinsprófum þjóna frá 1983.
•  Hótelstjóri frá 24 ára aldri, fyrst í Reykjavík þar sem nú er Fosshótel Lind og síðar á Ísafirði til ársins 2014. 
•  Árið 1993 vorum við meðal stofnenda ferðaskrifstofunnar Vesturferða sem var brautryðjandi í báta- og gönguferðum við Ísafjarðardjúp.

Sjá alla ferilskrána
kjartan.jpg

Kjartan Lárusson 

•  Viðskiptafræðingur að mennt.
•  Stýrði Ferðaskrifstofu ríkisins (síðar Ferðaskrifstofu Íslands) og Hótel Eddu frá 1976 til aldamóta. 
•  Hefur meðfram því og síðan komið að stjórn ótal ferðaþjónustufyrirtækja og hótela og verið leiðandi í starfi opinberra nefnda og ráða um áratugaskeið.

Sjá alla ferilskrána
SteinnLarusson

Steinn Lárusson

  • Áratugareynsla af rekstri ferðaskrifstofa hér heima og flugfélagaskrifstofa erlendis (Úrval Útsýn, Icelandair London, Icelandair Osló).
  • Vann mikið við markaðsmál í Evrópu og hafði yfirumsjón með uppbyggingu markaðs og sölumála í Asíu fyrir Icelandair.
  • Stjórnarformaður Reynslunni ríkari
Sjá alla ferilskrána
 

Hótel verður til

Upphaf og undirbúningur

Á meðan hótelrekstur er í undirbúningi, komum við inn með fjögur fersk augu til að greina hvort og hvernig best sé að standa að málum.

•    Val og skilgreining á markhópum.
•    Hentar stærðin og staðsetningin markhópnum?
•    Greining á fjármagnsþörf og aðstoð við gerð fjárhagsáætlana.
•    Ráðleggingar um umhverfi og upplifun.
•    Stefnumótun markaðs- og kynningarmála.

Byggingartími

Á byggingartíma er komið að því að huga að stóru og smáu með hagkvæmni í forgangi.

•    Velja húsbúnað og leita tilboða.
•    Velja tæki og tól í eldhús, veitingasal og þvottahús.
•    Huga að öryggistækjum og aðgengismálum. 
•    Skipuleggja vinnu og þjálfa starfsfólk.
•    Huga að heildarmynd, svo sem aðkomu og útliti innandyra og utan.
•    Undirbúninga markaðsmál.
•    Velja bókhalds- og bókunarkerfi. 

Undirbúningur opnunar

Þegar nær dregur opnun fer stressið að aukast og gott af fá inn vant fólk til að tryggja að yfirsýnin gleymist ekki.

•    Markaðssetning á vef og prenti.
•    Samingar við ferðaskrifstofur og bókunarþjónustur.
•    Höfum yfir að ráða stórum og uppfærðum póst- og tölvupóstlista Íslandssöluaðila erlendis. 
•    Ráðning hótelstjóra og annars starfsfólks.
•    Skipulagning vinnu og þjálfun.
•    Skrif handbóka: öryggishandbók, starfsmannahandbók og gæðahandbækur. 
•    Fyrirkomulag sölumála.

Starfandi gististaðir

Þegar gististaður er kominn í rekstur komum við gjarnan inn í stuttar skorpur til að styðja hótelstjórann.

•    Gæðaeftirlit.
•    Endurskipulagning markaðssetningar og kynningarmála.
•    Straumlínulögun verkferla.
•    Aðstoð vegna breytinga húsnæðis og viðbygginga.
•    Örnámskeið fyrir óþjálfað starfsfólk í móttöku, eldhúsi, sal, herbergjum og þvottahúsi.

 
 

Afrekaskráin

Við höfum komið að rekstri og uppbyggingu mikils fjölda hótela og gististaða. Kortið sýnir helstu staðina. Sumir þeirra hafa að sjálfsögðu skipt um nafn, eigendur og rekstrarform síðan við vorum þar.

Hafðu samband

Hringdu í síma 892-8481 eða sendu okkur línu í gegnum innsláttarformið hérna að neðan: